Fréttir

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Utankjörfundar atkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 12. maí n.k. fer fram að Lyngási 15, Egilsstöðum (opið frá 9-12 og 13-15).
Lesa

Hið fullkomna deit

Núna um helgina verður leikritið Power of love (Hið fullkomna deit) sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Leikritið er eftir Halldóru Malin Pétursdóttur, sem jafnframt er eini leikarinn. Tónlistin er samin, útsett og flutt af Páli I...
Lesa

Ný heimasíða Hallormsstaðaskóla

Í tengslum við gerð nýrrar heimasíðu Fljótsdalshéraðs sem opnuð var sl. haust, var ráðist í að hanna eða endurgera heimasíður fyrir stofnanir sveitarfélagsins. 
Lesa

Undirbúningur hafinn fyrir byggingu menningar- og stjórnsýsluhúss á Egilsstöðum

Hafinn er undirbúningur að byggingu menningarhúss og stjórnsýsluhúss í miðbæ Egilsstaða.  Stefnt er að því að menningar- og stjórnsýsluhúsið verður undir sama þaki norðan megin við endann á Strikinu gegnt Hótel Héraði. 
Lesa

Allt á iði

Dagana 2. – 22. maí fer fram fyrirtækjakeppnin “Hjólað í vinnuna”.  Markmið verkefnisins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Starfsfólk á skrifstofu Fljótsdalshéraðs...
Lesa

Bæjarstjórn og ungmennaráð funda

Í dag, kl. 17.00 verður haldinn árlegur fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og ungmennaráðs. Fundurinn er í beinni útsendingu á Netinu og má nálgast hana í gegnum tenginu á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins.
Lesa

Kynningardagur í Brúarásskóla

Brúarásskóli býður íbúum sveitarfélagsins til sérstaks kynningardags laugardaginn 21. apríl kl 14.00.  Nemendur og starfsfólk verða til staðar og kynna aðstöðu og starfsemi skólans.
Lesa

Allt hefur áhrif kynnt á hádegisfundi

Haldinn verður hádegisfundur miðvikudaginn 18. apríl um helstu niðurstöður verkefnisins “Allt hefur áhrif”, sem Lýðheilsustöð hefur unnið með Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.
Lesa

Samningur um félagsaðstöðu eldra fólks

Bæjarstjórn Fljótdalshéraðs gerði nýlega samning við Rendita ehf. um kaup á 516 fermetra húsnæði í Miðvangi 6 fyrir félags- og tómstundaaðstöðu fyrir eldra fólk. Áætlanir gera ráð fyrir að húsnæðið verði afhent í feb...
Lesa

Uppbygging nýs miðbæjar á Egilsstöðum

Fljótsdalshérað auglýsir eftir byggingaraðilum, fjárfestum og fyrirtækjum sem vilja taka þátt í uppbyggingu hins nýja miðbæjar. Skipulögð eru svæði fyrir íbúabyggð, verslun og þjónustu.
Lesa