29.09.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Lesa
28.09.2017
kl. 19:41
Jóhanna Hafliðadóttir
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Austurlandi. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.
Lesa
28.09.2017
kl. 13:05
Jóhanna Hafliðadóttir
Undirritað var í dag, 28. september 2017, á Egilsstöðum samkomulag Eldvarnabandalagsins, Brunavarna Austurlands og aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi samkomulag um samstarf og aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits.
Lesa
27.09.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Lesa
26.09.2017
kl. 14:45
Jóhanna Hafliðadóttir
Opinn fræðslufundur um heilsueflingu og líkamsrækt verður haldinn í Hlymsdölum á Egilsstöðum á föstudaginn og hefst klukkan 15. Fyrirlesari verður Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur og lektor við Háskóla Íslands.
Lesa
25.09.2017
kl. 15:58
Jóhanna Hafliðadóttir
Að gefnu tilefni er fólk minnt á að huga að endurskinsmerkjum. Gangandi og hjólandi vegfarendur sjást mjög illa í myrkri þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þetta á sérstaklega við þegar um dökkan klæðnað er að ræða en þó má í öllum tilfellum fullyrða að endurskinsmerki séu nauðsynleg jafnt á börn sem fullorðna – og jafnvel unglinga!
Lesa
22.09.2017
kl. 09:00
Undanfarna daga hefur staðið yfir vinnusmiðja í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum undir stjórn Alona Perepelystia og þriggja vina hennar frá Úkraínu.Hópurinn hefur sett upp innsetningu í Sláturhúsinu sem verður opin frá 16:00 til 20:00 föstudaginn 22. september og klukkan 10:00 - 20:00 laugardaginn 23. september.
Lesa
21.09.2017
kl. 09:56
Jóhanna Hafliðadóttir
Mikilvægt er að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis fyrir komandi Alþingiskosningar verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrárstofn.
Lesa
21.09.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Austurbrú stendur fyrir námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga í haust. Slík námskeið hafa verið fastir liðir í starfsemi Austurbrúar undanfarin ár og að flestra mati þýðingarmikil fyrir þátttakendur og samfélagið allt.
Lesa
20.09.2017
kl. 16:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum; þar af voru Pólverjar rúmlega 500 og eru þeir vel yfir helmingur af öllum innflytjendum og tveir þriðju af öllum innflytjendum 20 ára og eldri. Þar á eftir koma Litháar, Tékkar og Danir. Alls eru innflytjendur tæp 10% af íbúum Austurlands.
Lesa