Félagsleg heimaþjónusta

Með félagslegri heimaþjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga. Sótt er um félagslega heimaþjónustu á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Sjá nánar um fyrirkomulag þjónustunnar í reglum um félagslega heimaþjónustu. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af skattskýrslu.  Að auki skal fylgja læknisvottorð eða hjúkrunarbréf ef sótt er um þjónustu þar sem geta er skert vegna veikinda. Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greitt samkvæmt gjaldskrá og miðast greiðslur við tekjur og handbært fé notanda.

Síðast uppfært 13. febrúar 2020