Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í lok 2008 innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið, í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007.
Í innkaupareglunum eru skilgreindar leiðir til að vinna innkaupastefnunni framgang, m.a. með því að stjórnsýsla við innkaup sé vönduð, jafnræðis seljenda sé gætt og stuðlað sé að virkri samkeppni. Leitast er við að gera innkaupin enn markvissari, innkaup stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins eru samræmd eftir föngum og áður en innkaup eru gerð er þörfin vandlega yfirfarin út frá sjónarmiðum viðkomandi notenda. Við innkaup er tekið tillit til verðs, gæða, umhverfisáhrifa og líftímakostnaðar. Leitast verður við að eiga góð samskipti við birgja, ekki síst í því skyni að finna nýjar lausnir sem geta leyst betur þarfir sveitarfélagsins á hagkvæman hátt. Lögð er áhersla á innkaupafræðslu og þekkingu starfsfólks.
Efst á síðunni má finna innkaupastefnu og innkaupareglur Fljótsdalshéraðs frá 2008 með síðari breytingum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.