Skólamötuneyti Fljótsdalshéraðs er starfrækt í húsnæði Egilsstaskóla en mötuneytið hóf starfsemi sína haustið 2010. Í mötuneytinu er eldaður hádegismatur fyrir nemendur og starfsfólk grunn- og leikskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ. Maturinn er sendur í hitakössum á áfangastað þar sem það á við. Fjórir starfsmenn starfa í mötuneytinu.
Matseðilinn sem er í gildi hverju sinni má nálgast á heimasíðum skólanna sem fá mat frá mötuneytinu. Ábendingar og/eða athugasemdir er hægt að senda beint til matráðs thorgerdur@egilsstadir.is eða fræðslustjóra helga@egilsstadir.is eftir því sem við á.
Matseðillinn er yfirfarinn á matarfundi sem endanlega samþykkir hann. Á matarfundi sitja einn til tveir fulltrúar frá öllum skólum (grunn- og leikskólum) sem fá mat fá mötuneytinu ásamt matráði. Yfirferðin á að tryggja að matseðillinn falli að starfsemi skólanna, tryggi fjölbreytileika í fæðuvali sem og hollustu matarins sem boðið er upp á.
Gott er fyrir foreldra og forráðamenn sem vilja að börnin sín borði hollan og næringaríkan mat að kynna börnunum sínum matardisk landlæknisembættisins sem sýnir hvert eðlilegt hlutfall milli matarflokka er. Leitast er við að skólarnir hafi mynd af disknum hangandi á vegg í matsalnum.
Matardiskur Landlæknisembættisins
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.