Könnun máls

Eftir að starfsfólki barnaverndar hefur borist tilkynning er varðar barn hefur hún sjö daga til að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að hefja könnun máls skv. 21. gr. barnaverndarlaga. Foreldrar eru ávallt upplýstir um að tilkynning hafi borist og hvaða ákvörðun var tekin í framhaldinu.
Sé talin ástæða til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði eða stefni heilsu sinni eða þroska í hættu er tekin ákvörðun um að hefja könnun á aðstæðum barnsins. Könnunin skal að jafnaði ekki taka lengri tíma en þrjá mánuði. Leitast skal við að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi og aðstæður barnsins en þess þó gætt að könnunin sé ekki umfangsmeiri en þörf krefur. Könnun er að öllu jöfnu unnin í samráði við foreldra barns.
Starfsfólk félagsmála- og barnaverndarnefndar tekur afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari aðgerða til stuðnings fjölskyldunni eða hvort afskiptum ljúki að könnun lokinni.

Síðast uppfært 21. september 2017