Liðveisla

Liðveisla er veitt skv. 24.gr. laga um málefni fatlaðs fólks. Með félagslegri liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun t.d. aðstoð  til að njóta menningar og félagslífs. Sjá nánar um fyrirkomulag þjónustunnar í reglum um liðveislu. Sótt er um liðveislu á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Síðast uppfært 28. apríl 2016