Í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum er góð aðstaða fyrir ýmiss konar íþróttastarfsemi. Í henni er 1200 m² íþróttasalur sem hægt er að skipta niður í þrjár einingar. Salurinn er lagður parketi. Á efri hæð hússins er líkamsræktaraðstaða með góðum tækjum og í kjallara er lítill salur þar sem boðið er upp á ýmis konar leikfimi.
Íþróttamiðstöðin er einnig með fjölnota íþróttasal í Fellabæ. Hann er 323 m² og lagður parketi.
25 m útisundlaug er við íþróttamiðstöðina, með tveimur heitum pottum, köldu keri, vaðlaug, gufubaði og rennibraut.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar er Karen Erla Erlingsdóttir karen@egilsstadir.is
Sími íþróttamiðstöðvarinnar er 4 700 777
Opnunartímar sundlaugar
Sumar (1. júní – 31. ágúst)
Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00
Vetur (1. september – 31. maí)
Mánudagar – föstudaga 6:30 – 20:30
Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00
Verðskrá fyrir sund
Héraðsþrek
Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi.
Opnunartímar Héraðsþreks
Sumar (1. júní – 31. ágúst)
Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30
Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00
Vetur (1. september – 31. maí)
Mánudagar – fimmtudaga 6:30 – 22:00
Föstudaga 6:30 – 20:30
Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00
CrossFit Austur
CrossFit Austur er einkarekin líkamsræktarstöð á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um hana má finna á crossfitaustur.com
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.