- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Byggðarráð Fljótsdalshéraðs kallast bæjarráð. Um réttindi skyldur og verkefni þess er fjallað í 35. og 36. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og í V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs er skipað 3 fulltrúum sem kjörnir eru af bæjarstjórn í hlutfallskosningu. Einnig eiga framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn en fá ekki kjörinn fulltrúa í bæjarráð, rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið. Eiga þeir þar sæti með fullt málfrelsi og tillögurétt en greiða ekki atkvæði. Áheyrnarfulltrúar í bæjarráði njóta sömu launakjara og kjörnir fulltrúar í ráðið gera. Aðal- og varabæjarfulltrúar á sama framboðslista og bæjarráðsfulltrúi eru varamenn viðkomandi í bæjarráði í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Formaður bæjarráðs gerir tillögu að dagskrá bæjarráðsfunda í samráði við bæjarstjóra, boðar til funda, og stýrir þeim.
Bæjarráð fundar að jafnaði hvern mánudag, þó ekki oftar en 4 sinnum í hverjum mánuði, utan sumar- og jólaleyfa. Helstu málaflokkar sem heyra undir bæjarráð eru fjármál sveitarfélagsins, ráðstöfun eigna sveitarfélagsins, samstarf sveitarfélaga á ýmsum sviðum og helstu hagsmunamál sveitarfélagsins út á við. Þá fer bæjarráð með málefni fyrirtækja og félaga sem sveitarfélagið á eignarhlut í, þar á meðal Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Nafn | Staða | Netfang |
---|---|---|
Bæjarráð - aðalmenn |
||
Anna Alexandersdóttir (D) | formaður | annaa@egilsstadir.is |
Hannes Karl Hilmarsson (M) | áheyrnarfulltrúi | hannes@egilsstadir.is |
Kristjana Sigurðardóttir (L) | aðalmaður | ditta@egilsstadir.is |
Stefán Bogi Sveinsson (B) | varaformaður | stefanbogi@egilsstadir.is |
Bæjarráð - varamenn |
||
Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir (B) | gunnhildur@heradsprent.is | |
Björg Björnsdóttir (L) | bjorg@egilsstadir.is | |
Gunnar Jónsson (D) | gunnarj@egilsstadir.is | |
Hrefna Hlín Sigurðardóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | hrefnahlin@egilsstadir.is |
Starfsmenn bæjarráðs |
||
Björn Ingimarsson | Bæjarstjóri | bjorni@egilsstadir.is |
Guðlaugur Sæbjörnsson | Fjármálastjóri | gudlaugur@egilsstadir.is |
Stefán Bragason | Bæjarritari | stefan@egilsstadir.is |