Byggðarráð Fljótsdalshéraðs kallast bæjarráð. Um réttindi skyldur og verkefni þess er fjallað í 35. og 36. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og í V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs er skipað 3 fulltrúum sem kjörnir eru af bæjarstjórn í hlutfallskosningu. Einnig eiga framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn en fá ekki kjörinn fulltrúa í bæjarráð, rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið. Eiga þeir þar sæti með fullt málfrelsi og tillögurétt en greiða ekki atkvæði. Áheyrnarfulltrúar í bæjarráði njóta sömu launakjara og kjörnir fulltrúar í ráðið gera. Aðal- og varabæjarfulltrúar á sama framboðslista og bæjarráðsfulltrúi eru varamenn viðkomandi í bæjarráði í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Formaður bæjarráðs gerir tillögu að dagskrá bæjarráðsfunda í samráði við bæjarstjóra, boðar til funda, og stýrir þeim.
Bæjarráð fundar að jafnaði hvern mánudag, þó ekki oftar en 4 sinnum í hverjum mánuði, utan sumar- og jólaleyfa. Helstu málaflokkar sem heyra undir bæjarráð eru fjármál sveitarfélagsins, ráðstöfun eigna sveitarfélagsins, samstarf sveitarfélaga á ýmsum sviðum og helstu hagsmunamál sveitarfélagsins út á við. Þá fer bæjarráð með málefni fyrirtækja og félaga sem sveitarfélagið á eignarhlut í, þar á meðal Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Nafn | Staða | Netfang |
---|---|---|
Bæjarráð - aðalmenn |
||
Anna Alexandersdóttir (D) | formaður | annaa@egilsstadir.is |
![]() Anna Alexandersdóttir (D)Formaður bæjarráðs, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar. Aðalfulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og á aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Situr í samgöngunefnd SSA, stýrihópi HáAust og í samráðsnefnd Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar.
|
||
Hannes Karl Hilmarsson (M) | áheyrnarfulltrúi | hannes@egilsstadir.is |
Hannes Karl Hilmarsson (M) |
||
Kristjana Sigurðardóttir (L) | aðalmaður | ditta@egilsstadir.is |
Kristjana Sigurðardóttir (L)Bæjarfulltrúi, aðalfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, stjórn Brunavarna á Héraði og á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. |
||
Stefán Bogi Sveinsson (B) | varaformaður | stefanbogi@egilsstadir.is |
![]() Stefán Bogi Sveinsson (B) |
||
Bæjarráð - varamenn |
||
Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir (B) | gunnhildur@heradsprent.is | |
![]() Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir (B)Bæjarfulltrúi, formaður atvinnu- og menningarnefndar. Aðalfulltrúi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Situr í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Farsími 863-9102
|
||
Björg Björnsdóttir (L) | bjorg@egilsstadir.is | |
Björg Björnsdóttir (L)Bæjarfulltrúi. Situr í fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs og í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Aðalfulltrúi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Farsími: 892 8865 |
||
Gunnar Jónsson (D) | gunnarj@egilsstadir.is | |
![]() Gunnar Jónsson (D)Bæjarfulltrúi, formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, fulltrúi á Landsþingi íslenskra sveitarfélaga og aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Formaður byggingarnefndar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum. Situr í þarfagreiningarnefnd um menningarhús á Fljótsdalshéraði.
|
||
Hrefna Hlín Sigurðardóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | hrefnahlin@egilsstadir.is |
Hrefna Hlín Sigurðardóttir (M) |
||
Starfsmenn bæjarráðs |
||
Björn Ingimarsson | Bæjarstjóri | bjorni@egilsstadir.is |
![]() Björn IngimarssonBæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og er ráðinn til starfans af bæjarstjórn sem ópólitískur fulltrúi í embættið. Hann er yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins og jafnframt æðsti embættismaður. Starfsvið bæjarstjóra er að sjá um framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og fara ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn sveitarfélagsins.
|
||
Guðlaugur Sæbjörnsson | Fjármálastjóri | gudlaugur@egilsstadir.is |
![]() Guðlaugur SæbjörnssonFjármálastjóri, ber ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi og fjárreiðum Fljótsdalshéraðs. Deildin sinnir innra eftirliti, þ.m.t. eftirliti með skatttekjum, eftirliti með framkvæmd fjárhagsáætlunar, umsjón með álagningarstofni fasteignagjalda og álagningu þeirra. Fjármálastjóri yfirmaður Fjármáldeildar en þar fimm starfsmenn.
|
||
Stefán Bragason | Bæjarritari | stefan@egilsstadir.is |
![]() Stefán BragasonVinna með bæjarstjórn og bæjarráði í samráði við bæjarstjóra, við undirbúning funda og úrvinnslu fundargerða. Helstu verkefni eru að gera drög að fundargerðum fyrir fundi meiri- og minnihluta, sitja fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar og rita fundargerðir þeirra. Frágangur fundargerða að fundi loknum og svara erindum vegna afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og koma ákvörðunum þeirra á framfæri við viðkomandi aðila með tölvupóstum eða formlegum bréfum.
|
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.