Bæjarstjóri

Björn Ingimarsson

Björn Ingimarsson hefur gegnt starfi bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði frá því í júlí 2010.
Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála. Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009 og sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010.
Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.

 

Bæjarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:

- Skólaskrifstofa Austurlands
- Barri ehf
- Eignarhaldsfélagið Brunabótarfélag Íslands
- Ársalir bs
- Vísindagarðurinn ehf
- Brunavarnir á Austurlandi
- Fasteignafélagið Iðavöllum
- Almannavarnarnefnd Múlaþings

Bæjarstjóri situr aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs og aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt. 

Aðgerðir Fljótsdalshéraðs til viðspyrnu vegna áhrifa af Covid19

Þrátt fyrir fyrirsjáanlega tekjuskerðingu þá mun þjónusta gagnvart íbúum Fljótsdalshéraðs ekki verða skert né stendur til að draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins heldur er horft til að þess að auka heldur við fyrirhugað viðhald og framkvæmdir á vegum þess.
Lesa

Um menntun starfsfólks í leikskólum

Vegna umfjöllunar um menntun starfsfólks í leikskólum á Austurlandi: Vel hefur tekist til við mönnun leikskólanna á Fljótsdalshéraði ef horft er til viðmiða á landsvísu.
Lesa

Hugleiðingar á Þorra

Ágætu íbúar. Nú þegar að nýtt ár er hafið fer vel á því að líta yfir farinn veg og aðgæta hvort þar sé að finna einhverjar vörður til framtíðar og ef svo er þá hverjar. Eins eru þetta hentug tímamót til að horfa til þess sem framundan er.
Lesa