Björn Ingimarsson hefur gegnt starfi bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði frá því í júlí 2010.
Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála. Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009 og sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010.
Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.
Bæjarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:
- Skólaskrifstofa Austurlands
- Barri ehf
- Eignarhaldsfélagið Brunabótarfélag Íslands
- Ársalir bs
- Vísindagarðurinn ehf
- Brunavarnir á Austurlandi
- Fasteignafélagið Iðavöllum
- Almannavarnarnefnd Múlaþings
Bæjarstjóri situr aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs og aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.