Daggæslu í heimahúsum er sinnt af sjálfstætt starfandi dagforeldrum sem hafa formlegt leyfi yfirvalda til þess. Leyfi eru veitt samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og sér daggæslufulltrúi um útgáfu starfsleyfa til daggæslu. Daggæslufulltrúi hefur umsjón með lögbundnu eftirliti eins og kveðið er á um í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.
Gjaldskrá dagforeldra liggur ekki fyrir þar sem hún er frjáls, sbr. ákvörðun Samkeppnisráðs frá 1991. Fljótsdalshérað greiðir ákveðna upphæð með hverju barni sem vistað er hjá dagforeldrum. Til þess að njóta niðurgreiðslu frá Fljótsdalshéraði þurfa foreldrar að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Eyðublöðin er hægt að nálgast á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, Egilsstöðum og hjá dagforeldrum.
Upplýsingar um starfandi dagforeldra veitir daggæslufulltrúi í síma 4 700 716 eða með tölvupósti á kristinuna@egilsstadir.is
Karen Eva Axelsdóttir
Sími: 8461071
Unnur Ólöf Tómasdóttir
Sími: 8691146
Vigdís Eir Jónsdóttir
Sími: 8474189
Starfsstöð þeirra er sameiginlega að Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.