Frítímaþjónusta

Fljótsdalshérað rekur þrjár félagsmiðstöðvar sem hver um sig hefur sinn markhóp og áherslur.

NyungNýung er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk. Opnunum er skipt í yngri og eldri deild. Nýung er staðsett við Tjarnarlönd á Egilsstöðum.
Á vef Nýungar nyung.fljotsdalsherad.is er hægt að kynna sér allt um félagsmiðstöðina.

 

Sláturhúsið

Vegahúsið er ungmennahús, ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára á Fljótsdalshéraði.

Vegahúsið er staðsett í Sláturhúsinu, menningarsetri, Kaupvangi 7 á Egilsstöðum.
Almennur opnunartími er á fimmtudögum frá kl. 19:30 - 22 en möguleiki er á hópastarfi og aðstöðu utan opnunartíma eftir samkomulagi.

Forstöðumaður er Árni Pálsson og starfsmenn Vegahússins eru Reynir Hólm Gunnarsson og Aron Steinn Halldórsson.

Facebooksíða Vegahússins er facebook.com/vegahusid


HlymsdalirHlymsdalir er félagsmiðstöð þar sem fram fer fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði.
Dagskrá Hlymsdala má nálgast hér á pdf formi og einnig eru upplýsingar á facebooksíðunni þeirra.

Síðast uppfært 03. maí 2018