Söfn og setur

Safnahúsið er staðsett að Laufskógum 1 á Egilsstöðum.  Þar eru þrjú söfn til húsa.

Safnahúsið á Egilsstöðum

  • Bókasafn Héraðsbúa varð til við samruna nokkurra lestrarfélaga á Héraði í vetrarbyrjun árið 1956 en flutti í núverandi húsnæði í ársbyrjun 1995. Safnið er rekið af Fljótsdalshéraði. Þar má finna notalegt barnahorn og ágæta lesaðstöðu. Gestir safnsins hafa aðgang að tölvu með internetaðgangi sem mikið er notuð, einkum af ferðamönnum. Bókasafn Héraðsbúa er opið alla virka daga frá kl. 14:00 til 19:00.
  • Héraðsskjalasafn Austfirðinga var stofnað árið 1976. Safnið er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Aðilar að byggðasamlagi um Héraðsskjalasafnið eru öll sveitarfélög í Múlasýslum sem nú eru átta talsins. Þau eru: Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Vopnafjarðarhreppur.
  • Minjasafn Austurlands er almennt byggðasafn sem stofnað var árið 1943. Eigendur safnsins eru sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur.

 

Önnur söfn í sveitarfélaginu og nágrenni eru t.d.

Sænautasel

Síðast uppfært 05. febrúar 2020