- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Héraðsforeldrar er nafn á svæðisráði foreldrafélaga í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Ráðið er skipað sex fulltrúum frá foreldrafélögum skólanna þriggja á Héraði. Tilgangur Héraðsforeldra er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum.
Svæðisráðið er jafnframt tengiliður foreldra á Fljótsdalshéraði við Heimili og skóla, landssamtök foreldra, og tilnefnir fulltrúa í fulltrúaráð samtakanna.