Félagsstarf í Hlymsdölum

Á vegum félagsmiðstöðvarinnar Hlymsdala fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði.  Félagsmiðstöðin er staðsett að Miðvangi 6, Egilsstöðum. Lögð er sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald samhliða fjölbreyttu félags- og tómstundastarfi.   Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf við einstaklinga með vikulegri viðveru í Hlymsdölum.

Dagskrá Hlymsdala er send á öll heimili á Fljótsdalshéraði og einnig er hægt að nálgast dagskrá um tómstundastarf hér. 

Hægt er að hafa samband í síma 4 700 798 á opnunartíma Hlymsdala sem er kl. 9 - 17 alla virka daga.

Forstöðumaður Hlymsdala er Berglind H. Svavarsdóttir berglinds@egilsstadir.is

Síðast uppfært 06. nóvember 2018