Liðveisla

Fötluð börn skulu eiga kost á liðveislu en með því er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð við að njóta menningar og félagslífs og efla viðkomandi til sjálfshjálpar. Við mat á þjónustuþörf er tekið mið af aðstæðum viðkomandi. Hér má finna reglur um liðveislu og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað.

Síðast uppfært 28. apríl 2016