Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með fasteignum sveitarfélagsins, opnum svæðum, götum og gangstígum og verklegum framkvæmdum, bæði viðhaldi og nýframkvæmdum. Einnig fjallar hún um málefni aðal- og deiliskipulags,mál, lóðaúthlutanir og byggingareftirlit svo sem nánar segir í samþykkt fyrir hana og tilgreint er í skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkjalögum nr. 160/2010. Nefndin heldur utan um eignasjóð sveitarfélagsins samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum nefndarinnar. Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins heyrir einnig undir nefndina.

Formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar, boðar til funda og stýrir þeim. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir í 2. og 4. viku hvers mánaðar, utan sumar- og jólaleyfa.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

Nafn Staða Netfang

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - aðalmenn

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - varamenn