Skammtímavistun

Foreldrar eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín. Fötluð ungmenni og fullorðnir, sem búa í heimahúsum, eiga einnig  kost á skammtímavistun. Skammtímavistun er tímabundin dvöl sem er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna, veita þeim tilbreytingu og stuðla að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Skammtímavistun fyrir félagsþjónustusvæði Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar er staðsett í Neskaupstað. Hér má sjá reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk og hér er að finna umsóknareyðublað um skammtímavistun.

Síðast uppfært 28. apríl 2016