Félagsmálanefnd

Félagsmálanefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara. 3 aðalfulltrúar og 2 varafulltrúar eru kosnir af bæjarstjórn Fljótsdalshérað, 2 aðalfulltrúar eru tilnefndir af bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar annars vegar og sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hins vegar. Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps tilnefna hver um sig 1 varafulltrúa. Nefndin hefur umsjón með starfsemi Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, en starfsvæði félagsþjónustunnar nær yfir öll framangreind sveitarfélög samkvæmt samningum við þau.
Undir starfssvið hennar fellur öll félagsleg þjónusta á borð við fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu og félagslega ráðgjöf auk þjónustu við aldraða, sem veitt er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Einnig þjónusta við íbúa með fötlun samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1995, en Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs er annar af tveimur framkvæmdaaðilum þjónustunnar á Austurlandi sem lögum samkvæmt er eitt þjónustusvæði í málaflokknum. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs sér einnig um barnavernd á starfssvæði sínu samkvæmt fyrirmælum barnaverndarlaga nr. 80/2002 og er félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs jafnframt barnaverndarnefnd svæðisins.

Formaður félagsmálanefndar  gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði einu sinni í mánuði.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir félagsmálanefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

Nafn Staða Netfang

Félagsmálanefnd - aðalmenn

Félagsmálanefnd - varamenn

Starfsmenn félagsmálanefndar