Félagsmálanefnd

180. fundur 27. janúar 2020 kl. 12:30 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910145Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að ræða við Stígamót og afla frekari upplýsinga varðandi þjónustu á Austurlandi.

2.Erindi frá Réttindagæslumanni fatlaðs fólks, Bláargerði 9

Málsnúmer 202001114Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Réttindagæslumanni fatlaðs fólks dagsett 23. janúar 2020. Réttindagæslumaður gerir athugasemdir við íbúðir í búsetuúrræði sveitarfélagsins í Bláargerði. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að kanna viðhorf íbúa til breytinga á eldhúsinnréttingum og skoða möguleika á breytingum í samstarfi við starfsmenn eignasjóðs, að ósk íbúanna.
Gyða Hjartardóttir, MA félagsráðgjöf og verkefnastjóri innleiðingar SES hjá ráðuneytinu kemur fyrir nefndina undir lið þrjú og kynnir tilraunaverkefni um bætta skilnaðarráðgjöf í samstarfi við Félags- og barnamálaráðuneyti.

3.Samvinna eftir skilnað - SES/Félagsleg ráðgjöf

Málsnúmer 202001115Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að ganga til samstarfs og samninga við Félags- og barnamálaráðuneytið ásamt Dómsmálaráðuneytinu um forvarnarstarf í þágu barna og barnafjölskyldna í skilnaðarferli. Verklagið er í samhljóman við yfirlýsta stefnu og markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs hvað varðar bætta stöðu barna, með snemmtækri íhlutun og forvarnarstarfi. Nefndin þekkir hversu erfið og flókin skilnaðarmál geta verið og hversu afleiðingar slæmra samskipta foreldra geta verið fyrir börn og foreldra þeirra. Þörf er á að koma fyrr að málefnum foreldra í skilnaðarferli og leitast við að fyrirbyggja vanda sem getur, fái hann að þróast, orðið krónískur og bitnað á þroska og velferð barnanna sem í hlut eiga. Kostnaður við tilraunaverkefnið rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202001118Vakta málsnúmer

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.

5.Fræðslufundur um sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Nefndin vekur athygli á því að hægt er að fylgjast með fræðslufundi SÍS um sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks á streymi þann 3. febrúar n.k.

6.Erindi einstaklinga - frá bæjarstjórnarbekk

Málsnúmer 202001120Vakta málsnúmer

Vegna erindis af bæjarstjórnarbekk. Bent var á að afsláttarviðmið fasteignagjalda væru of lág. Félagsmálanefnd bendir á að ákvörðun um breytingar á viðmiðunarmörkum er tekin árlega, samhliða fjárhagsáætlunargerð.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

7.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

Málsnúmer 201912047Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá Aflinu - samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi um styrk fyrir starfsemi samtakanna fyrir árið 2020. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að ræða við stjórnendur Aflsins, áður en ákvörðun um styrk á yfirstandandi ári er tekin. Frestað til næsta fundar.

8.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins frá síðasta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:30.