Borist hefur erindi frá Réttindagæslumanni fatlaðs fólks dagsett 23. janúar 2020. Réttindagæslumaður gerir athugasemdir við íbúðir í búsetuúrræði sveitarfélagsins í Bláargerði. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að kanna viðhorf íbúa til breytinga á eldhúsinnréttingum og skoða möguleika á breytingum í samstarfi við starfsmenn eignasjóðs, að ósk íbúanna.