Fjárhagsaðstoð og ráðgjöf

Annars vegar er um að ræða framfærslustyrk sem veita má einstaklingum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, hins vegar er heimilt að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna og til að koma til móts við þarfir barna vegna þátttöku í þroskavænlegu félagsstarfi.

Fjárhagsaðstoðin skal miða að því að styrkja einstaklinginn til sjálfshjálpar og þar með að vinna bug á fjárhagslegum erfiðleikum til frambúðar. Einnig er boðið uppá ráðgjöf um meðferð fjármuna og aðstoð við skipulagningu fjármála. Starfsmaður er tengiliður við ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Hér má nálgast reglur um fjárhagsaðstoð og hér er að finna umsóknareyðublað.

Síðast uppfært 03. febrúar 2017