Heilsueflandi fréttir

Vetrarstarf í tómstundum á Fljótsdalshéraði

Nú er allt vetrarstarf í öllum tómstundum á Fljótsdalshéraði að hefjast. Að venju er gríðarleg fjölbreytni í skipulögðu tómstundastarfi á Héraði og ættu öll börn og ungmenni að finna eitthvað við hæfi.
Lesa

Hreyfivika 2020

Í næstu viku, 25. – 31. maí, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Hjólað í vinnuna 2020 hefst 6. maí

Eitt af árlegum verkefnum Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland er heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og sífellt taka fleiri vinnustaðir þátt. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram frá 6. – 26. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa

Þristur blæs til leiks

Ungmennafélagið Þristur lætur ekki sitt eftir liggja, nú þegar samkomubann og alls kyns takmarkanir og bönn setja líf okkar úr skorðum, og ætlar að gera sitt til að hjálpa okkur að halda áfram að lifa og leika okkur. Fylgist með á samfélagsmiðlum og/eða deilið með myllumerkjunum #umf3 og #þristurblæstilleiks.
Lesa

Heilsueflandi samfélag - aðgengi að stofnunum sveitafélagsins

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.
Lesa

Skellum okkur á skíði!

Breytingar hafa orðið á gjaldskrá Skíðasvæðisins í Stafdal. Er nú frítt fyrir öll börn á Skíðasvæðið í Stafdal, 17 ára og yngri, sem búsett eru á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði. Árgjald fullorðinna hefur lækkað verulega og er einstaklingskort á 15.000 krónur og parakort á 25.000 krónur. Skíðasvæðið er opið alla virka daga nema mánudaga frá klukkan 17 til 20. Á laugardögum er opið frá klukkan 11 til 16 og sunnudögum frá klukkan 10 til 16.
Lesa

Forvarnadagurinn 2019

Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa

Hreyfivika fyrir og um helgina

Hreyfivika er komin vel af stað og hefur verið vel mætt í fjölbreytta viðburði þessa fyrstu daga. Í dag, fimmtudag, klukkan 14:00 verður haldið rathlaup fyrir alla fjölskylduna í Selskógi.
Lesa

Sumarfjör 2019 / Letnie zajęcia dla dzieci / Summer activities for children

Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa