Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Á forvarnadaginn, sem er í dag 2. október, ræða nemendur um hugmyndir sínar og tillögur að samverustundum með fjölskyldu og æskulýðs- og íþróttastarf, en þetta tvennt eru lykilþættir þegar kemur að forvörnum gegn hvers kyns vímuefnanotkun. Í ár gefst nemendum í 9. bekkjum grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskólum tækifæri til að taka þátt í stuttmyndakeppni.
Í ár er einnig gott að muna og minnast á það hversu góður árangur hefur náðst í forvörnum. Sem dæmi má nefna að fyrir rúmum 20 árum sögðust 42% nemenda í 10. bekk hafa neytt áfengis síðustu 30 daga en árið 2019 var talan komin í 6% og árið 2018 höfðu 46% nemenda í framhaldsskólum aldrei orðið ölvaðir.
Á vef Embætti landlæknis er að finna staðreyndablað um forvarnir í skólum sem vert er að vinna með þegar kemur að forvörnum en forvarnir eru samvinna samfélagsins í heild.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.