Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. apríl

272. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 4. apríl 2018 og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Könnun um þörf á fjarnámi

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi en framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Í þessum tilgangi hefur verið búin til stutt könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.
Lesa

Um menntun starfsfólks í leikskólum

Vegna umfjöllunar um menntun starfsfólks í leikskólum á Austurlandi: Vel hefur tekist til við mönnun leikskólanna á Fljótsdalshéraði ef horft er til viðmiða á landsvísu.
Lesa

Almennur borgarafundur á mánudagskvöld

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til opins borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla 2. hæð mánudaginn 26. mars klukkan 20. Kynntur verður ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 og farið yfir áherslur sveitarfélagsins fyrir árið og næstu ár. Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á fundinn og fara yfir helstu verkefni stofnunarinnar innan sveitarfélagsins.
Lesa

Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs gefin út

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2017-2021. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið.
Lesa

Virkjum bjargráðin

Áfallateymi Austurlands stendur fyrir opnum fundi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, miðvikudagskvöldið 21. mars klukkan 20. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fjallar um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig við hlúum hvert að öðru.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

271. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 21.mars 2018 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Hvatning um að taka þátt í skoðanakönnun

Nú hefur verið send út skoðanakönnun til íbúa Fljótsdalshéraðs um viðhorf til sameiningar og / eða samvinnu sveitarfélaga og ættu allir íbúar 18 ára og eldri að hafa fengið hana senda, ásamt umslagi til að skila svarinu í.
Lesa

Milljarður rís í íþróttahúsinu Egilsstöðum

Komið er að dansbyltingu ársins sem haldin verður í sjötta sinn, föstudaginn 16. mars, á vegum UN Women á Íslandi. Viðburðurinn fer fram víða um land og einnig í íþróttahúsinu á Egilsstöðum milli klukkan 12 og 13. Allir eru hjartanlega velkomnir til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi.
Lesa

Nýr framkvæmdastjóri HEF ráðinn

Páll Breiðfjörð Pálsson vélaverkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella. 22 umsækjendur sóttu um en Capacent hélt utan um ráðningarferlið.
Lesa