- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Páll Breiðfjörð Pálsson vélaverkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella. 22 umsækjendur sóttu um en Capacent hélt utan um ráðningarferlið.
Páll er fæddur og uppalinn í Reykjavík og lærði vélvirkjun í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Eftir að hafa unnið sem vélvirkjameistari í 8 ár fór hann í frekara nám í véla- og rekstrarverkfræði við tækniháskólann Chalmers í Gautaborg. Eftir það hefur hann unnið sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi í upplýsingatæknimálum og síðar sem forstöðumaður Þjónustumiðstöðva VÍS. Síðustu 10 ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi.
Hann hefur störf hjá HEF þann 1.maí og starfar við hlið Guðmundar Davíðssonar til að byrja með. Páll segir að þetta sé krefjandi og spennandi starf og hann hlakki til að byrja.