Fréttir

Áramótabrenna á Egilsstöðum

Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar Hérað og Fljótsdalshéraðs verður á Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni klukkan 16:30 og flugeldasýningin hefst klukkan 17:00. Tónlistarflutningur og von er á óvæntum gestum ofan úr fjöllum.
Lesa

Stofnfundur Hinsegin Austurlands

Stofnfundur félagsins Hinsegin Austurlands var haldinn þann 28. desember 2019 en tilgangur félagsins er, samkvæmt samþykktum þess, að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á Austurlandi, þar á meðal samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk, intersex og annarra sem skilgreina sig hinsegin, auk aðstandenda þeirra og velunnara.
Lesa

Auglýst eftir umsóknum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs

Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til og með 31. janúar 2020. Markmið sjóðsins er að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Gleðileg jól

Fljótsdalshérað óskar öllum íbúum sveitarfélagsins sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Lesa

Íþróttafólk Fljótsdalshéraðs 2019

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til í ár að sveitarfélagið stæði árlega fyrir kjöri og útnefningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs. Tilgangurinn er að vekja athygli á því góða íþrótta- og heilsueflingarstarfi sem unnið er á Fljótsdalshéraði. Hlutgengi í kjörinu hefur allt það íþróttafólk, 14 ára og eldra, sem er í íþróttafélögum á Héraði. Íþrótta- og tómstundanefnd valdi sex manns úr þeim tilnefningum sem bárust frá félögum og deildum og kosið var milli þeirra í rafrænni íbúakosningu. Íþróttafólkinu verður veitt viðurkenning á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs árs, þann 15. janúar 2020.
Lesa

Snjóhreinsun um jól og áramót á Fljótsdalshéraði

Stefnt er að snjóhreinsun á Þorláksmessu á öllum aðalleiðum í þéttbýli og dreifbýli, ef veður leyfir. Jafnframt er stefnt að snjóhreinsun 27. og 28. desember í þéttbýli og dreifbýli ef þörf verður á og veðuraðstæður leyfa. Um aðra daga um jólin verður þjónusta í samráði við Vegagerðina og með tilliti til veðurfars.
Lesa

Fjöldi fólks í 100 daga áskorun

Egilsstaðabúinn og Stöðfirðingurinn Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, miklu betur þekkt sem Dandý, stóð fyrir því ásamt Jakobi bróður sínum í haust og vetur að hvetja fólk til að ganga eða labba ákveðna vegalengd á hverjum degi í 100 daga.
Lesa

Viðtalstímar í Samfélagssmiðjunni 19. desember

Kjörnir fulltrúar og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs verða til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), fimmtudaginn 19. desember, milli klukkan 12 og 18.
Lesa

Frá umboðsmönnum jólasveinanna

Líkt og undanfarin ár taka jólasveinarnir að sér að heimsækja börn á aðfangadagsmorgun. Hægt verður að hitta umboðsmennina á Fljótsdalshéraði laugardaginn 21.desember í Hettunni á Vilhjálmsvelli milli klukkan 16 og 19 og skilja eftir pakka handa þægum börnum.
Lesa

Kynningar- og fræðslufundur fyrir byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara

Miðvikudaginn 18. desember verður tekið í notkun nýtt kerfi sem heldur utan um umsóknir um byggingarleyfi á Fljótsdalshéraði, OneLand Roboot kerfið frá OneSystems. Þennan sama dag verður haldinn kynningar- og fræðslufundur fyrir byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara á Hótel Héraði klukkan 16:30.
Lesa