Áramótabrenna á Egilsstöðum

Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar Hérað og Fljótsdalshéraðs verður á Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni klukkan 16:30 og flugeldasýningin hefst klukkan 17:00. Tónlistarflutningur og von er á óvæntum gestum ofan úr fjöllum.