Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er dagþjónusta eldri borgara ætluð fólki sem býr á eigin heimili en þarf á stuðningi að halda til að geta búið þar sem lengst. Á vegum sveitarfélagsins er rekin dagþjónusta í Hlymsdölum að Miðvangi 6, Egilsstöðum. Markmið þjónustunnar er að fólk geti notið persónulegrar aðstoðar í notalegu umhverfi þar sem bæði félagslegum og líkamlegum þörfum þess er mætt. Fólk getur nýtt sér þjónustuna allt frá einum upp í fimm daga vikunnar. Hér má finna reglur félagsþjónustunnar um dagþjónustu eldri borgara og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað um dagvisti eldri borgara.
Sími dagþjónustunnar er 4 700 796.
Forstöðumaður Hlymsdala er Berglind Harpa Svavarsdóttir berglinds@egilsstadir.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.