Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs - Fjárafl

Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs er sjóður í eigu sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og er markmið hans að að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og samþykktir þessar.
Yfirumsjón sjóðsins er í höndum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, en daglegur rekstur og umsýsla er í höndum atvinnumálanefndar. Ábyrgð sveitarfélagsins skal ávallt vera innan þeirra marka sem kveðið er á um í 65.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og með síðari tíma breytingum.

Sjóðnum er ætlað að ná tilgangi sínum með eftirfarandi hætti:

  • Að halda utan um hluti Fljótsdalshéraðs í undirfélögum eða fyrirtækjum sveitarfélagsins eftir því sem sjóðnum er falið.
  • Veita styrki til verkefna einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er lúta að atvinnusköpun og atvinnuþróun, hagnýtum rannsóknum og framþróun annarra samfélagsþátta sem áhrif geta haft á
  • Veita sérstaka ( fjárafl) til verkefna einstaklinga,fyrirtækja er lýtur að atvinnusköpun og annarra samfélagsþátta í dreifbýli sveitafélagsins.
  • Veita áhættulán og skuldabréfalán sem innifalið geta breytirétt í hlutafé. Lánin skulu bundin við nýsköpunarverkefni á sviði vöruþróunar, sókn á nýja markaði, tækniyfirfærslu milli fyrirtækja eða stofnun sprotafyrirtækja.
  • Hlutafjárkaupum í fyrirtækjum sem eru til þess fallin að styrkja atvinnulíf sem fyrir er í sveitarfélaginu og/eða skapa ný störf sem auka atvinnumöguleika íbúa sveitarfélagsins.
  • Stofnfjárframlögum til samvinnufélaga og sjálfseignarstofnana sem hafa hlutverk er varðar hagsmuni íbúa, fyrirtækja eða stofnana í sveitarfélaginu.
  • Auk þess sem að framan greinir er sjóðnum heimilt að veita verkefnum fjárhagslegan stuðning með öðrum viðurkenndum aðferðum sem kunna að verða teknar upp og eru notaðar á árangursríkan hátt í öðrum opinberum sjóðum með sambærilegt hlutverk.
Síðast uppfært 13. maí 2016