Atvinnu- og menningarnefnd

Atvinnu- og menningarnefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með menningarmálum í sveitarfélaginu og fjallar um atvinnu-, markaðs- og kynningarmál eftir því sem nánar segir í samþykkt fyrir hana.
Nefndin heldur utan um Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs – Fjárafl samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum nefndarinnar. Nefndin er jafnframt stjórn Bókasafns Héraðsbúa og fer sem slík með þau verkefni sem nánar eru tilgreind í 8. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012. Aðrar stofnanir sem undir nefndina heyra eru Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og söfn sem sveitarfélagið er aðili að ásamt öðrum sveitarfélögum.

Formaður atvinnu- og menningarnefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir í 2. og 4. viku hvers mánaðar, utan sumar- og jólaleyfa.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir atvinnu og menningarnefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

 

Nafn Staða Netfang

Atvinnu- og menningarnefnd - aðalmenn

Atvinnu- og menningarnefnd - varamenn

Starfsmaður atvinnu- og menningarnefndar