Atvinnu- og menningarnefnd

108. fundur 07. september 2020 kl. 17:00 - 18:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að nýtt mál yrði tekið inn á fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málið er númer 4 á dagskrá.

1.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2020

Málsnúmer 202008134

Fyrir liggja gögn er varða umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til framkvæmda á árinu 2021.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að undirbúa umsókn í Framkvæmdasjóðinn í samræmi við forgangsröðun sem fram kemur í fylgiskjali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Miðstöð fræða og sögu

Málsnúmer 202003097

Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ganga frá stofnskránni með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á fundinum. Að öðru leyti samþykkir nefndin stofnskrárdrögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

Málsnúmer 202004095

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um stuðning vegna uppfærslu á visitegilsstadir.is

Málsnúmer 202009029

Fyrir liggur bréf frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, dagsett 7. 9. 2020 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði hluta af framúrkostnaði vegna nýrrar útgáfu á vefsíðunni visitegilsstadir.is.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 1369.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:40.