Ósk um stuðning vegna uppfærslu á visitegilsstadir.is

Málsnúmer 202009029

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 108. fundur - 07.09.2020

Fyrir liggur bréf frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, dagsett 7. 9. 2020 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði hluta af framúrkostnaði vegna nýrrar útgáfu á vefsíðunni visitegilsstadir.is.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 1369.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.