Sorphirða

ÚrgangstunnurÞriggja tunnu sorphirðukerfi er á Fljótsdalshéraði. Í þéttbýli fær hvert heimili afhentar þrjár tunnur til flokkunar á endurvinnanlegan úrgang. Eina fyrir almennan úrgang, aðra fyrir flokkaðan úrgang og þá þriðju fyrir lífrænan úrgang. Í dreifbýli sveitarfélagsins fá íbúar eina tunnu fyrir endurvinnsluhráefni, eina undir almennan úrgang og moltugerðarílát fyrir lífrænan úrgang. Umsjón hefur verkefnastjóri umhverfismála sveitarfélagsins. Hlekkir á sorphirðudagatöl,  flokkunarhandbók og gjaldskrá má sjá efst hér á síðunni 

Opnunartímar móttökustöðvar, Tjarnarási 9, Egilsstöðum, er eftirfarandi:

Virka daga frá kl. 9 til kl.17 
Laugardaga frá kl. 10 til 14.
Sunnudaga 1.maí til 1.september opið frá kl.12 til 14.
Flösku- og dósamóttaka er hjá Landflutningum Kaupvangi 25.

Tekið er við öllu sorpi sem íbúar þurfa að losa sig við. Þangað skal skila spilliefnum, garðaúrgangi o.fl. sem ekki má fara í heimilistunnur. Einnig timbur, gler o.fl. sem annars færi í „gráu tunnuna" og er þ.a.l. urðað.

Fyrirtæki sem þurfa á sorphirðuþjónustu að halda geta snúið sér til þeirra aðila sem hana veita en það eru t.d. Íslenska gámafélagið, Dagsverk og Gámaþjónustan. 

Síðast uppfært 25. júní 2019