Þriggja tunnu sorphirðukerfi er á Fljótsdalshéraði. Í þéttbýli fær hvert heimili afhentar þrjár tunnur til flokkunar á endurvinnanlegan úrgang. Eina fyrir almennan úrgang, aðra fyrir flokkaðan úrgang og þá þriðju fyrir lífrænan úrgang. Í dreifbýli sveitarfélagsins fá íbúar eina tunnu fyrir endurvinnsluhráefni, eina undir almennan úrgang og moltugerðarílát fyrir lífrænan úrgang. Umsjón hefur verkefnastjóri umhverfismála sveitarfélagsins. Hlekkir á sorphirðudagatöl, flokkunarhandbók og gjaldskrá má sjá efst hér á síðunni
Opnunartímar móttökustöðvar, Tjarnarási 9, Egilsstöðum, er eftirfarandi:
Virka daga frá kl. 9 til kl.17
Laugardaga frá kl. 10 til 14.
Sunnudaga 1.maí til 1.september opið frá kl.12 til 14.
Flösku- og dósamóttaka er hjá Landflutningum Kaupvangi 25.
Tekið er við öllu sorpi sem íbúar þurfa að losa sig við. Þangað skal skila spilliefnum, garðaúrgangi o.fl. sem ekki má fara í heimilistunnur. Einnig timbur, gler o.fl. sem annars færi í „gráu tunnuna" og er þ.a.l. urðað.
Fyrirtæki sem þurfa á sorphirðuþjónustu að halda geta snúið sér til þeirra aðila sem hana veita en það eru t.d. Íslenska gámafélagið, Dagsverk og Gámaþjónustan.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.