Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

……góður staður til atvinnuuppbyggingar og búsetu

Innviðagreining sú er hér fer á eftir er unnin á grundvelli verkefnasamnings á milli Fljótsdalshéraðs, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Austurbrúar ses.

Greiningin fjallar m.a. um skipulag og landnotkun í sveitarfélaginu, orkumál, umhverfisþætti, samgöngur og flutninga, vinnumarkað, íbúaþróun og þjónustu. Leitast er við að koma á framfæri upplýsingum er gagnast geta bæði núverandi og framtíðar íbúum svæðisins sem og fyrirtækjum og stofnunum er leita vænlegrar staðsetningar til uppbyggingar og þróunar.

Það er mat þeirra sem að þessu verkefni hafa komið að vel hafi til tekist og greiningin gefi greinargóða mynd af því sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur upp á að bjóða, í dag og til framtíðar. Innviðir þessa landstóra sveitarfélags eru sterkir og að það er góður kostur til búsetu og atvinnuuppbyggingar.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað og starfsfólk þess tekur vel á móti öllum og er tilbúið að aðstoða þá sem leita eftir frekari upplýsingum um sveitarfélagið, vilja ræða tækifæri til að hefja þar atvinnurekstur eða hafa áform um að setjast að í því fallega sveitarfélagi sem Fljótsdalshérað er.

 

Innviðagreining Fljótsdalshéraðs á íslenskuInnviðagreining Fljótsdalshéraðs á ensku

 

 

Síðast uppfært 02. júlí 2018