Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks og reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum skal veita fólki félagslega þjónustu og sérstakan stuðning til þess að geta búið þannig að sem best henti hverjum og einum. Markmiðið er að fólk hafi val um hvar það býr og að húsnæði fatlaðs fólks sé af svipaðri stærð og gerð og almennt tíðkast. Um getur verið að ræða félagslegar íbúðir eða sértækt húsnæðisúrræði. Sótt er um húsnæðisúrræði á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.
Á Fljótsdalshéraði er til staðar sértækt húsnæði vegna sérstakra og mikilla þjónustuþarfa fatlaðs fólks. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk er:
Í Bláargerði 9 - 11 eru fjórar sérhannaðar íbúðir fyrir fólk með hreyfihömlun ásamt sameiginlegu rými og aðstöðu fyrir starfsfólk.
Í Hamragerði 5 er þjónustukjarni sem samanstendur af nokkrum íbúðum ásamt starfsmannaðstöðu. Þaðan er auk þess veitt þjónusta í nærliggjandi íbúðir.
Í Miðvangi 18 er þjónustukjarni sem samanstendur af fjórum íbúðum á sömu hæðinni ásamt starfsmannaðstöðu. Þaðan er auk þess veitt þjónusta í nærliggjandi íbúðir.
Reglur um þjónustu á heimilum fyrir fatlað fólk
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.