Gæludýr

Á Fljótsdalshéraði er gæludýrahald leyfilegt að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í viðkomandi samþykktum. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til að halda gæludýr sem falla undir samþykktirnar. 

Gæludýraeigendum er bent á að kynna sér vel samþykktir um gæludýr.

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur eftirlit með gæludýrahaldi á Fljótsdalshéraði og hefur hann síma- og viðtalstíma frá kl. 10:00 til 12:00 alla virka daga. Viðtalspantanir tekur þjónustufulltrúi á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4 700 700. 

Athugasemdir vegna ónæðis, óþrifnaðar eða lausagöngu gælu- eða húsdýra innan girðinga þéttbýlis skal tilkynna til sveitarfélagsins.

Síðast uppfært 25. maí 2018