Útivist

Stórurð

Fljótsdalshérað er rétti staðurinn fyrir fólk á öllum aldri til þess að njóta útiveru hvort heldur sem er í skógi, við sjóinn eða á fjöllum. Útivistarmöguleikar eru hvarvetna í sveitarfélaginu og kristallast þeir í fjölmörgum gönguleiðum vítt og breitt um Fljótsdalshérað.

 

 

 

HallormsstaðurHallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi, þekur um 740 ha og er í eigu Skógræktar ríkisins. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði í fjölbreyttu landslagi. Í skóginum eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum. Á vefsíðu Skógræktarinnar má finna upplýsingar og gönguleiðakort um skóginn.

  

 

selskógurSelskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða sem liggur upp með Eyvindará. Um skóginn liggja skemmtilegir stígar í fallegu umhverfi. Á köflum liggur stígurinn meðfram ánni og er útsýnið þar yfir afar fagurt. Tilvalið fyrir lautarferðina, leiki með börnum, labbitúrinn og kvöldskokkið. Hér má finna kort af Selskógi

Á upplýsingasíðunni visitegilsstadir.is má finna upplýsingar um ýmsa áhugaverða áfangastaði á Fljótsdalshéraði.

 

 

 

Síðast uppfært 19. september 2018