- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fræðslunefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með skólamálum í sveitarfélaginu og fjallar um rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla eftir því sem nánar segir í samþykkt fyrir hana og tilgreint er í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Í samræmi við framangreind lög og reglur skulu áheyrnarfulltrúar úr hópi stjórnenda, starfsfólks og foreldra vera boðaðir til funda fræðslunefndar svo sem nánar greinir í samþykktum hennar. Fræðslunefnd fjallar einnig um málefni skólaaksturs og sérstakra reglubundinna fólksflutninga í tengslum við skólastarf, í samræmi við ákvarðanir bæjarstjórnar.
Stofnanir sem undir nefndina heyra eru Leikskólinn Hádegishöfði, Leikskólinn Tjarnaskógur, Brúarásskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Tónlistarskólinn á Brúarási, Tónlistarskólinn á Egilsstöðum og Tónlistarskólinn í Fellabæ.
Formaður fræðslunefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar, boðar til funda og stýrir þeim. Fræðslufulltrúi situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt en greiðir ekki atkvæði. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir á þriðjudögum í 2. og 4. viku hvers mánaðar, utan sumar- og jólaleyfa.
Nafn | Staða | Netfang |
---|---|---|
Fræðslunefnd - aðalmenn |
||
Berglind Harpa Svavarsdóttir (D) | formaður | berglinds@egilsstadir.is |
Björg Björnsdóttir (L) | bjorg@egilsstadir.is | |
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | |
Jón Björgvin Vernharðsson (B) | ||
Leifur Þorkelsson (L) | leifur@haust.is | |
Sigurður Gunnarsson (D) | varaformaður | sigurdur@egilsstadir.is |
Fræðslunefnd - varamenn |
||
Alda Ósk Harðardóttir (B) | ||
Arngrímur Viðar Ásgeirsson (L) | ||
Garðar Valur Hallfreðsson (L) | ||
Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir | ||
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir (D) | sigrunholm@egilsstadir.is | |
Þórey Birna Jónsdóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | |
Starfsmaður fræðslunefndar |
||
Helga Guðmundsdóttir | Fræðslustjóri | helga@egilsstadir.is |