Fræðslunefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem A-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs skipa 5 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með skólamálum í sveitarfélaginu og fjallar um rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla eftir því sem nánar segir í samþykkt fyrir hana og tilgreint er í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Í samræmi við framangreind lög og reglur skulu áheyrnarfulltrúar úr hópi stjórnenda, starfsfólks og foreldra vera boðaðir til funda fræðslunefndar svo sem nánar greinir í samþykktum hennar. Fræðslunefnd fjallar einnig um málefni skólaaksturs og sérstakra reglubundinna fólksflutninga í tengslum við skólastarf, í samræmi við ákvarðanir bæjarstjórnar.
Stofnanir sem undir nefndina heyra eru Leikskólinn Hádegishöfði, Leikskólinn Tjarnaskógur, Brúarásskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Tónlistarskólinn á Brúarási, Tónlistarskólinn á Egilsstöðum og Tónlistarskólinn í Fellabæ.
Formaður fræðslunefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar, boðar til funda og stýrir þeim. Fræðslufulltrúi situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt en greiðir ekki atkvæði. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir á þriðjudögum í 2. og 4. viku hvers mánaðar, utan sumar- og jólaleyfa.
Nafn | Staða | Netfang |
---|---|---|
Fræðslunefnd - aðalmenn |
||
Berglind Harpa Svavarsdóttir (D) | formaður | berglinds@egilsstadir.is |
Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)Bæjarfulltrúi og formađur fræđslunefndar Fljótsdalshérađs. Situr einnig ì bygginganefnd viđbyggingar viđ leikskólann Hádegishöfđa. Farsími 860-3514. |
||
Björg Björnsdóttir (L) | bjorg@egilsstadir.is | |
Björg Björnsdóttir (L)Bæjarfulltrúi. Situr í fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs og í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Aðalfulltrúi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Farsími: 892 8865 |
||
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | |
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir (M) |
||
Jón Björgvin Vernharðsson (B) | ||
Jón Björgvin Vernharðsson (B) |
||
Leifur Þorkelsson (L) | leifur@haust.is | |
Leifur Þorkelsson (L) |
||
Sigurður Gunnarsson (D) | varaformaður | sigurdur@egilsstadir.is |
Sigurður Gunnarsson (D) |
||
Fræðslunefnd - varamenn |
||
Alda Ósk Harðardóttir (B) | ||
Alda Ósk Harðardóttir (B) |
||
Arngrímur Viðar Ásgeirsson (L) | ||
Arngrímur Viðar Ásgeirsson (L) |
||
Garðar Valur Hallfreðsson (L) | ||
Garðar Valur Hallfreðsson (L) |
||
Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir | ||
Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir |
||
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir (D) | sigrunholm@egilsstadir.is | |
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir (D) |
||
Þórey Birna Jónsdóttir (M) | áheyrnarfulltrúi | |
Þórey Birna Jónsdóttir (M) |
||
Starfsmaður fræðslunefndar |
||
Helga Guðmundsdóttir | Fræðslustjóri | helga@egilsstadir.is |
![]() Helga GuðmundsdóttirFræðslufulltrúi, ber ábyrgð á stjórn og rekstri fræðslumála sveitarfélagsins þ.m.t. fjármálum, starfsmannamálum og framkvæmd ákvarðana fræðslunefndar. Undir verksviðið falla grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar en fræðslufulltrúi skipuleggur jafnframt og hefur yfirumsjón með skólaakstri í sveitarfélaginu. Fræðslufulltrúi hefur yfirumsjón með forvarnarstarfi sveitarfélagsins og starfar með umhverfisfulltrúa að fræðsluþætti vinnuskóla. Fræðslufulltrúi gerir árlega tillögur um fjárhagsáætlun fyrir þau verkefni og þær stofnanir sem undir hann heyra og vinnur með skólastjórnendum að gerð árlegra starfsáætlana.
|
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.