Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Tryggvi Hermannsson mættu á fundinn undir lið 1 á dagskránni. Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum sat einnig fundinn undir þessum lið. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 2-8. Skólastjórar grunnskólanna tóku þátt í fundinum undir þeim fundarliðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.
Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum lýsti afstöðu sinni fyrir hönd skólans, en það er mat hennar að tillagan svari þörfum skólans. Jafnframt sé um að ræða fallega byggingu sem fellur vel að nánasta umhverfi.
Með tillögunni er stigið mikilvægt skref til að tryggja framtíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum, sem auk þess að leysa með varanlegum hætti húsnæðisþörf tónlistarskólans tekur á húsnæðisvanda frístunda- og félagsmiðstöðvarstarfs á Egilsstöðum. Með flutningi tónlistarskólans losnar um húsnæði í Egilsstaðaskóla sem hefur þörf fyrir að geta notað það húsnæði sem tónlistarskólinn ræður yfir nú.
Fræðslunefnd hvetur nýja sveitarstjórn til að setja þessa framkvæmd inn í langtímaáætlun nýs sveitarfélags og vinna að framgangi þess.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
2.Staða mála í grunnskólum í ljósi samfélagslegra aðstæðna
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir stöðu mála hver í sínum skóla og með hvaða hætti skipulag starfseminnar er þessar vikurnar. Almennt séð hefur starfsemi skólanna gengið vel miðað við þær aðstæður sem uppi eru. Ýmis álitamál hafa vaknað vegna tilkynningar um breytingu á skólastarfi frá 4. maí nk. Beðið er frekari upplýsinga sem boðað hefur verið að verði birtar á allra næstu dögum.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórum og starfsfólki skólanna fyrir hversu vel hefur tekist að leysa mál þrátt fyrir erfiðar og flóknar starfsaðstæður.
Sigríður Stella, skólastjóri Brúarásskól, kynnti drög að skóladagatali Brúarásskóla 2020-2021. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið með fyrirvara um samþykki skólaráðs.
Farið yfir stöðu mála vegna starfsemi Frístundar, einkum með áherslu á starfið á næsta skólaári, en fyrir liggur að stór árgangur kemur inn í grunnskólana annað árið í röð. Ruth Magnúsdóttir vakti sérstaka athygli á stöðu þeirra barna sem eiga rétt á sérstakri þjónustu á grundvelli málefna fatlaðra. Það er mikilvægt að huga sérstaklega að því að þessi hópur fái þjónustu við hæfi.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að unnin verði aðgerðaáætlun á grundvelli skýrslu starfshóps um Frístundastarfsemi sem fjallað var um á fundi nefndarinnar 10. mars sl. og þannig tryggt að sú framtíðarsýn sem þar er sett fram fái framgang. Í því sambandi leggur fræðslunefnd áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila við mótun áætlunarinnar. Fræðslunefnd óskar eftir að íþrótta- og tómstundanefnd vinni að framgangi málsins en mun koma að málum eftir því sem óskað er.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að við niðurröðun tíma í íþróttahúsinu í haust verði tekið tillit til þarfa Frístundar og tryggt að starfsemin fái rými þar nú þegar aðstaða í íþróttahúsinu stækkar mikið með tilkomu fimleikasalarins.
Anna Birna, skólastjóri Fellaskóla, reifaði stuttlega atriði fundargerðarinnar. Hún sagði frá að fyrirhugaðri ytri úttekt Menntamálastofunar hefði verið frestað til haustsins.