Staða mála í grunnskólum í ljósi samfélagslegra aðstæðna

Málsnúmer 202004127

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 21.04.2020

Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir stöðu mála hver í sínum skóla og með hvaða hætti skipulag starfseminnar er þessar vikurnar. Almennt séð hefur starfsemi skólanna gengið vel miðað við þær aðstæður sem uppi eru. Ýmis álitamál hafa vaknað vegna tilkynningar um breytingu á skólastarfi frá 4. maí nk. Beðið er frekari upplýsinga sem boðað hefur verið að verði birtar á allra næstu dögum.

Fræðslunefnd þakkar skólastjórum og starfsfólki skólanna fyrir hversu vel hefur tekist að leysa mál þrátt fyrir erfiðar og flóknar starfsaðstæður.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.