Tómstundaframlag

Fljótsdalshérað hefur tekið í notkun skráningarkerfið Nóra og er það notað til að halda utan um úthlutun tómstundaframlags sveitarfélagsins. Ekki verður því um eiginlegar umsóknir að ræða lengur, heldur er valið hvort nýta á tómstundaframlag sveitarfélagsins til lækkunar námskeiðisgjalda þegar börn og ungmenni eru skráð í íþróttir í gegnum Nóra.

Hefur íþróttafélagið Höttur nýtt sér Nóra kerfið í mörg ár og eru nú kerfin tvö tengd saman.

Hægt er að nálgast skráningar í gegnum íbúagátt Fljótsdalshéraðs undir flipanum Tómstundir.

Nánari upplýsingar um verkefnið fást hjá verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála á netfanginu bylgja@egilsstadir.is

Reglur um tómstundaframlag 

Upplýsingar um Nóra

Síðast uppfært 22. maí 2020