Á Fljótsdalshéraði er að finna fjölmarga áhugaverða staði. Þar er bæði um að ræða ýmsar náttúruperlur og eins staði sem kunnir eru úr sögum og öðrum heimildum. Á vefsíðunni Visitegilsstadir.is er að finna ítarlegri upplýsingar um ýmsa þessa staði. Til að gefa einhverjar hugmyndir má hér nefna nokkra þessara staða sem vert er að heimsækja og skoða.
- Eiðastaður: Var áður höfuðból og kirkju- og skólasetur.
- Hjaltastaður: Kirkjustaður í Hjaltastaðaþinghá, prestsetur til 1919 og læknissetur.
- Vallanes: Kirkjustaður. Frægasti prestur sem þar þjónaði var Stefán Ólafsson. Nú er þar umfangsmikil lífræn ræktun.
- Kirkjubær: Þetta er kirkjustaður og var til skamms tíma prestssetur
- Geirsstaðir: Lítil tilgátutorfkirkja að Geirsstöðum í landi Litla-Bakka í Hróarstungu.
- Aðalból: Það er bær efst í Hrafnkelsdal og í sögunni af Hrafnkeli Freysgoða stóð þarna bær hans. Þar er rekin ferðaþjónusta.
- Miðhús: Bær við Eyvindará í grennd við Egilsstaðabæ. Árið 1980 fannst þar silfursjóður sá stærsti sem fundist hefur og er varðveittur á Þjóðminjasafni.
- Húsey: Það er bær í Hróarstungu milli fljóta við Héraðsflóann. Fjölbreytt náttúra og dýralíf. Þar er rekin ferðaþjónusta.
- Grímsárvirkjun: Grímsárvirkjun í Skriðdal var gangsett til rafmagnsframleiðslu 15. júní 1958.
- Lagarfossvirkjun: Lagarfoss var virkjaður 4. mars 1975 og er þar starfrækt vatnsaflvirkjun.
- Kárahnjúkastífa og Hálslón: Kárahnjúkar eru móbergshnjúkar austan við Jökulsá á Brú en þar var reist stærsta stífla í Evrópu á árunum 2003-2007 sem myndaði Hálsalón.
- Landsendi: Gönguleið er frá veginum um Hellisheiði, yst í Jökulsárhlíð.
- Þerrisbjarg: Stórkostleg litadýrð í Kollumúlaeldstöð norðan Héraðsflóa.
- Útsýni af Hellisheiði: Hellisheiði er 655 m hár fjallvegur milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar.
- Möðrudalur: Möðrudalur liggur hæst allra bæja á Íslandi en hann er í 469 m hæð yfir sjó. Þar er starfrækt ferðaþjónusta.
- Skessugarður: Þetta er forn jökulruðningur vestan Sænautafells.
- Laugavalladalur: Afskekktur dalur með náttúrulaug, inn á öræfum skammt frá Kárahnjúkum
- Sænautasel: Það er eyðibýli (torfbær) á Jökuldalsheiði. Þar er rekin ferðaþjónusta á sumrum.
- Grímstorfa: Skógi vaxin sylla austan í Hafrafelli í Fellum, sem örðugt er að komast að.
- Þinghöfði: Gamall þingstaður á Héraði. Farið er veg 925 út Hróarstungu
- Kjarvalshvammur: Hvammur sem stendur stutt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Kjarval dvaldi í þessum hvammi í tjaldi í tvö ár í kringum 1948 og málaði myndir. Þar er hús sem Kjarval dvaldist síðar í og báthús.
- Kórekstaðavígi: Stuðlabergsstapi í landi Kóreksstaða í Hjaltasaðaþinghá sem kemur fram í fornsögum.
- Skessukatlar í Bjarglandsá: Bjarglandsá er í landi Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá.
- Krosshöfði í Stapavík: Frá Unaósi sem er ysti bær í Hjaltastaðaþinghá er létt ganga í fallegri náttúru út með Selfljóti út í Stapavík við Héraðsflóa.
- Stórurð: Ein af mestu náttúruperlum Austanlands. Hún er vestan Dyrfjalla og er einstök upplifun. Merkt gönguleið er af þjóðveginum í Vatnsskarði.
- Skíðasvæðið í Stafdal er á milli Egilsstaða og Seyðafjarðar í austurbrún Fjarðarheiðar.
- Útsýnisskífa á vesturbrún Fjarðarheiðar: Fjarðarheiðin er 620m há og liggur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar.
- Fardagafoss: Í Miðhúsaá í Fjarðarheiði. Hægt er að ganga bak við fossinn. Góð gönguleið u.þ.b. 5 km frá Egilsstaðabæ.
- Taglarétt: Austan Eyvindarár ofan við Miðhús. Gömul skilarétt sem stendur í skógivöxnum klettatanga við Eyvindarána.
- Minnismerki Sigfúsar Sigfússonar: Stendur norðan Eyvindarárbrúar við Egilsstaði.
- Útsýnisskífa á Hömrum: Gengið upp Fénaðarklöpp frá miðbæ Egilsstaða. Þar sést yfir Fljótsdalshérað.
- Gálgaás: Klettur rétt austan við Egilsstaðakirkju. Gamall aftökustaður sakamanna.
- Útivistarsvæðið í Selskógi: Útivistarsvæði í landi Egilsstaðabæjar. Göngu- og hlaupaleiðir, leiktæki fyrir börn.
- Eyjólfsstaðaskógur: Skógurinn er skemmtilegur til gönguferða.
- Hjálpleysa: Gönguleið, nokkuð erfið. Þetta er skarð eða þverdalur sem liggur milli Héraðs og Reyðarfjarðar. Ein af "Perlum Fljótsdalshéraðs" sem eru gönguleiðir víða á svæðinu.
- Höttur: Líparítfjall um 1106 m við Hjálpleysu.
- Múlakollur: 508 m móbergsfjall, en hann klífur Skriðdal í tvo dali.
- Þórisárkumlið: Árið 1995 fannst kuml í landi Eyrarteigs í Skriðdal.
- Atlavík: Frægur áningastaður ferðamanna í Hallormsstaðaskógi Þar er tjaldstæði og bátaleiga.
- Hallormsstaðaskógur: Skógurinn er talinn sá stærsti á landinu.
- Trjásafnið á Hallormsstað: Fjölbreytt safn trjátegunda sem safnað hefur veið í Mörkinni á Hallormsstað í yfir 100 ár. Þar er að finna mörg elstu trén sem plantað var á landinu í upphafi skógræktar.
-
Áhugaverðir staðir í Fljótsdalshreppi.
- Hengifoss: Hengifoss er 128 m hár og annar hæsti foss landsins. Þangað er merkt gönguleið.
- Strútsfoss: Er innan við Sturluflöt í Fljótsdal og er með hæstu fossum landsins. Þangað er merkt gönguleið.
- Skriðuklaustur er fornfrægt höfuðból í Fljótsdal og áður heimili Gunnars Gunnarssonar skálds. Þar er rekið safn og veitingastaður. Fornleifauppgröftur að Skriðuklaustri: Neðan við Skriðuklaustur hafa verið grafnar upp gamlar klausturrústir.
- Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
- Óbyggðasetrið: Safn og ferðaþjónusta á Egilsstöðum í Fljótsdal.
- Laugafell: Heitar laugar og fjallahótel við veginn inn að Kárahnjúkastíflu.
- Snæfell: Hæsta fjall á Íslandi utan jökla 1.833 metrar og vinsæl gönguleið fyrir vant göngufólk.