- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Með ráðgjöf er markmið að efla og styrkja hvern einstakling til að takast á við viðfangsefni sín með áherslu á stuðning til sjálfshjálpar. Virðing, góð tengsl og trúnaður eru lykilatriði í allri ráðgjöf og samskiptum. Ráðgjöf félagsþjónustunnar tekur til barna og fullorðinna og er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlögum. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningur og ráðgjöf við barnafjölskyldur og sértæk þjónusta vegna fatlaðs fólks.
Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu / aðstoð má finna hér.
Verkefnastjóri ráðgjafar er Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir.