- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í Stólpa á fatlað fólk, sem ekki getur starfað á almennum vinnumarkaði, kost á félagslegri hæfingu og iðju. Stólpi er til húsa að Lyngási 12, Egilsstöðum. Hæfing er tímabundin alhliða starfs- og félagsleg þjálfun sem miðar að aukinni hæfni til iðju eða atvinnuþátttöku. Iðja felur í sér félagsþjálfun og einföld vinnuverkefni með áherslu á tengsl við almennan vinnumarkað. Iðja getur verið varanlegt úrræði. Ekki eru greidd laun í hæfingu/iðju.
Hér má finna reglur um félagslega hæfingu og iðju fyrir fólk með fötlun á Fljótsdalshéraðs.
Forstöðumaður Stólpa er Anna Sigríður Karlsdóttir