Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem snýr að sveitarfélaginu vegna gatna og stíga.
Helstu verkefni þjónustumiðstöðvar á þessu sviði eru:
Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun gatna og göngustíga.
Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna kraps og vatnsaga.
Aðrar aðgerðir til að tryggja örugga umferð gangandi vegfarenda og ökumanna eins og unnt er.
Viðhald gatna, stíga og gangstétta.
Heflun og ofaníburður malargatna.
Viðhald og viðgerðir á bundnu slitlagi.
Viðgerðir og endurnýjun gangstétta og stíga.
Rekstur og viðhald umferðamerkinga, þar með talið yfirborðsmerkingar gatna, götumerkja og fleira.
Öll gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirða opinna svæða sveitarfélagsins er unnin af verktökum en starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hafa eftirlit með þeirri vinnu. Yfir sumartímann kemur starfsfólk vinnuskólans að verkefninu.
Hægt er að hafa samband við Þjónustumiðstöð með því að smella á tengilinn efst á síðunni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.