Búseta

Markmið með Búsetuþjónustu er að veita fjölbreytta og alhliða þjónustu sem miðar að því að skapa fólki aðstæður til að geta búið sem lengst á einkaheimilum, lifað sem eðlilegustu lífi og tekið þátt í samfélaginu. Aðstoð er veitt einstaklingum/fjölskyldum sem vegna félagslegra erfiðleika eða skerðingar á færni sökum veikinda, hækkandi aldurs eða fötlunar, þurfa aðstoð við að halda heimili og/eða að sjá sér fyrir húsnæði. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er félagsleg heimaþjónusta og liðveisla. Ef þjónustuþörf einstaklings er önnur eða víðtækari en veitt er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna er stuðningsþörf metin m.t.t. sértæks húsnæðisúrræðis og/eða þjónustu á eigin heimili samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks.

Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu- /-aðstoð má finna hér.

Verkefnastjóri Búsetu er Guðbjörg Gunnarsdóttir.

 

 

 

Síðast uppfært 07. júní 2016