Markmið með Búsetuþjónustu er að veita fjölbreytta og alhliða þjónustu sem miðar að því að skapa fólki aðstæður til að geta búið sem lengst á einkaheimilum, lifað sem eðlilegustu lífi og tekið þátt í samfélaginu. Aðstoð er veitt einstaklingum/fjölskyldum sem vegna félagslegra erfiðleika eða skerðingar á færni sökum veikinda, hækkandi aldurs eða fötlunar, þurfa aðstoð við að halda heimili og/eða að sjá sér fyrir húsnæði. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er félagsleg heimaþjónusta og liðveisla. Ef þjónustuþörf einstaklings er önnur eða víðtækari en veitt er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna er stuðningsþörf metin m.t.t. sértæks húsnæðisúrræðis og/eða þjónustu á eigin heimili samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks.
Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu- /-aðstoð má finna hér.
Verkefnastjóri Búsetu er Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.