Vinnuskóli

Vinnskólinn á FljótsdalshéraðiVinnuskóli Fljótsdalshéraðs er starfræktur á sumartíma fyrir fjóra elstu árganga grunnskólanema.  Starfstími er frá byrjun júní og fram yfir miðjan ágúst.  Nemendum er úthlutað vinnulotum sem geta verið á fyrri hluta sumars, síðari hluta eða um miðsumar.  Í upphafi starfsárs vinnuskólans fá nemendur fræðslu og tilsögn sem tengist þeim verkefnum sem fyrir liggja.  

Laun nemenda í vinnuskólanum sumarið 2020 eru eftirfarandi. 

Árgangur
2004     1.136 kr./klst.
2005        947 kr./klst.
2006        757 kr./klst.
2007        663 kr./klst.

Við þessi laun bætist 10,17% orlof.

Síðast uppfært 08. júní 2020