Almenningssamgöngur

  Fljótsdalshérað er Heilsueflandi samfélag.

Góðar almenningssamgöngur eiga að vera raunhæfur valkostur fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði. Hafir þú hugmyndir um hvernig hægt er að auka notkun strætó, ábendingar um kosti og galla eða hvernig hægt er að bæta núverandi þjónustu, sendu póst á heilsueflandi@fljotsdalsherad.is

Almenningssamgöngur milli Fellabæjar og Egilsstaða

Farnar eru sautján ferðir á dag. Ekið er á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ, eins og tímataflan tilgreinir.

Núverandi verktaki er fyrirtækið Sæti ehf sem er með netfangið hlynur@saeti.is  og síma 867 0528
Íbúum Fljótsdalshéraðs gefst kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli til og frá  Brúarási, í tengslum við skólaakstur. Skólanemar ganga þó fyrir í þeim ferðum. Allar ferðir almenningssamgangna eru gjaldfrjálsar.

Vetraráætlun stræó 2020 - 2021

(Sumaráætlun strætó 2020)

 Strætisvagnar Austurlands

Strætisvagnar Austurlands (Svaust) er heildstætt almenningssamgöngukerfi sem þjónar landsfjórðungnum frá Borgarfirði suður á Höfn.  Gjaldskráin byggir á gjaldsvæðum. Hvert gjaldsvæði spannar 15 km og tekur almennt fargjald mið af þeim fjölda gjaldssvæða sem ferðast er um.

 Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni svaust.is

ATH að þessi þjónusta er ekki á forræði Fljótsdalshéraðs og geta upplýsingar breyst án fyrirvara

 
Landsbyggða strætó

Strætó sér um áætlunarferðir á landsbyggðinni. Leið 56 ekur milli Egilsstaða og Akureyrar. Hægt er að taka vagninn á fjórum stöðum á Fljótsdalshéraði.  Við tjaldsvæðið á Egilsstöðum,  Olís í Fellabæ, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal og við Vopnafjarðaafleggjarann á Möðrudalsöræfum.
Leiðakort, tímatöflur og upplýsingar um sölustaði má finna á heimasíðu Strætó.

ATH að þessi þjónusta er ekki á forræði Fljótsdalshéraðs og geta upplýsingar breyst án fyrirvara


 

Síðast uppfært 24. ágúst 2020