Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, eða ef óttast er að barn stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni, fái nauðsynlega aðstoð.
Mál er skilgreint sem barnaverndarmál þegar starfsmenn félagsmála- og barnaverndarnefndar hafa tekið formlega ákvörðun um að hefja könnun á aðstæðum viðkomandi barns. Þá eru málefni barnsins unnin á grundvelli barnaverndarlaga.
Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Lögð er áhersla á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Foreldrar geta einnig leitað eftir stuðningi vegna barns eða vegna fjölskylduaðstæðna hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, þá er veittur stuðningur og ráðgjöf á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Verklagsreglur í barnaverndarmálum hjá Fljótsdalshéraði.
Framkvæmdaáætlun í barnavernd Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs 2015-2018
Árs- og starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.