Hlutverk og markmið

Hlutverk barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, eða ef óttast er að barn stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni, fái nauðsynlega aðstoð.

Mál er skilgreint sem barnaverndarmál þegar starfsmenn félagsmála- og barnaverndarnefndar hafa tekið formlega ákvörðun um að hefja könnun á aðstæðum viðkomandi barns. Þá eru málefni barnsins unnin á grundvelli barnaverndarlaga.

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Lögð er áhersla á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Foreldrar geta einnig leitað eftir stuðningi vegna barns eða vegna fjölskylduaðstæðna hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, þá er veittur stuðningur og ráðgjöf á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

 Verklagsreglur í barnaverndarmálum hjá Fljótsdalshéraði.

 Framkvæmdaáætlun í barnavernd Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs 2015-2018

 Árs- og starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

  

 

Síðast uppfært 15. maí 2017